Strákarnir skynsamir á fyrsta degi
10.5.2008 | 00:25
Danni og Ísak hafa lokið 5.sérleiðum í Manx rallinu sem fram fer á eyjunni Mön á Írlandshafi nú um helgina,allar sérleiðarnar í þessari keppni eru á malbiki og leiðarnar sem drengirnir óku í kvöld voru eknar í svarta myrkri.
Þeir eru staddir í 42.sæti af 104 bílum sem enn eru með í keppninni og þeir eru í 14.sæti í Evo flokknum,14 bílar hafa þegar fallið úr leik og verða þeir enn fleiri á morgun,strákarnir óku alveg eftir planinu í kvöld sem var að aka af skynsemi,þeir munu auka eitthvað við hraðan á morgun en skynsemin verður áfram í fyrir rúmi og þegar þeir klára rallið á morgun verða þeir verðlaunaðir fyrir skynsemina.
Hægt er að fylgjast með rallinu hér www.manxrally.org .
Ég sendi strákunum baráttukveðjur,áfram Ísland.
Skemmtilegt video af ralli síðan árið 1985 en það ár fæddist Heimir bróðir .
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.