Fyrsta degi lokið í Rallý Reykjavík
13.8.2009 | 23:46
Mitsubishi Rallý Reykjavík hófst í dag með fjórum leiðum. Þetta var létt upphitun fyrir næstu tvo daga en á morgun verða eknar 150 km á sérleiðum. Margar skemmtilegar leiðar verða á morgun t.d. Kaldidalur og Uxahryggir en Kaldidalur er ekin í báðar áttir.
Jón Bjarni og Sæmundur leiða rallið en þeir settu nýtt Íslandsmet á Kleifarvatni, tími þeirra 3:13 og tóku þeir 13.sekúndur af Stuart Jones og Ísak á þessari leið. Slagurinn um fyrsta sætið er mikil því Stuart og Ísak eru ekki nema 17.sekúndum á eftir fyrsta.
Eyjó og Baldur óku geysilega vel í dag og eru í 5.sæti, í jeppaflokki eru þeir með góða forustu á næstu menn í. Með svona akstri ná þeir í verðlaun í heildarkeppninni.
Himmi og Eyjólfur leiða 2000 flokkinn og eru í 7.sæti í heildinni, þeir lendu í einhverjum vandræðum í lok dagsins en náðu að laga bílinn í kvöld. Feðgarnir Hlöðver og Baldur óku af skynsemi í dag og eru ekki nema 18.sekúndum á eftir Himma. Baldur er að keppa í sínu fyrsta ralli, eins og áður hefur komið fram er hann yngsti keppandi í ralli frá upphafi.
Aðalsteinn og Heimir(bróðir) óku vel í dag og eru í 6.sæti. Bíllinn var aðeins að stríða þeim í kvöld, því var kippt í liðin að mestu og hann verður vonandi betri á morgun. Alli var að bæta sig mikið! í dag, hann bætti sinn persónulega tíma á kleifarvatni um 21.sekúndu frá síðasta ralli, það gerir 3.sek á km og það er bæting!.
Hægt er að sjá heildarstöðu inná www.rallyreykjavik.net og tíma á leiðum.
Umfjöllun eftir dag tvö kemur annað kvöld. Elvar Snilli hefur sett fullt af myndum í albúmið frá fyrsta degi http://ehrally.blog.is/album/rr_2009_perlan og hér http://ehrally.blog.is/album/rr_2009
Spútnik dagsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.