Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Loeb vann Írlandsrallið

sebastien_loeb_irlandHeimsmeistarinn í rallakstri Sebastian Loeb sigraði Írlandsrallið sem fór fram um helgina,hann endaði 53,4 sekúndum á undan Dani Sordo,þriðji var Jari-Matti Latvala 1,48 mínútum á eftir Loeb.

Þegar ein keppni er eftir,hefur Loeb 110 stig en Grönholm er með 104 stig,en Marcus Grönholm féll úr leik um helgina á 4.sérleið rallsins,síðasta keppni fer fram í Bretlandi eftir tvær vikur,það verður spenandi að sjá hvernig það rall fer.


Myndir frá Tempest rallinu

Ég er búinn að setja inn myndir frá Tempest rallinu um síðustu helgi,þær eru til vinstri á síðunni undir myndaalbúm.

Svo er hægt að fara inn á www.geoffmayesmedia.com/rally271.html?page=11 og skoða fullt af myndum úr rallinu,t.d. STÓRA stökkið hjá Danna og ÍsakSmile.Njótið vel.


Hver vinnur á Írlandi

P.SolbergNæst síðasta mótið í heimsmeistarakeppninni í rallakstri fer fram um helgina.Frakkinn Sébastien Loeb og Finninn Marcus Grönholm berjast um heimsmeistaratitilinn,það verður virkilega gaman að fylgjast með þeirra slag um helgina,Grönholm hefur 104 stig og Loeb er með 100.

Keppnin um helgina fer fram á Írlandi,síðasta mótið fer svo fram í Bretlandi.Minn maður Petter Solberg sem ekur Subaru á enga möguleika á titli og er aðeins í 5.sæti með 38 stig.

Mynd,Petter Solberg.


Kláruðu rallið-en voru dæmdir úr leik

South_of_England_Tempest_Rally

Tempest rallið í Bretlandi lauk á laugardag.Íslendingarnir Daníel og Ísak kepptu í þessu ralli,og með þeim var 15.manna stuðningslið(ég þar á meðalSmile).

Þetta byrjaði ekki sérlega vel en á 1.sérleið lendu þeir illa á framendanum eftir stökk,festingar fyrir vaskassan brotnuðu og vantið fór að leka af kassanum,þeir stoppuðu bílinn og náðu festa kassann betur og bæta vatni á,þetta tók auðvita langan tíma,og þeir voru með slakasta tíman á 1.leið,þeir fóru einnig útaf á þessari leið, því reykur var mikil upp úr húddinu og Danni sá ekki neitt og fór því pínu útaf en bíllinn skemmdist nú ekki mikið.sérleið.2 keyrðu þeir hægt því þeir ætluðu að koma bílnum í þjónustuhlé en náðu samt 17.besta tíma.

Eftir þessar tvær leiðar tóku þeir rosalega á því,og voru með 6-10 besta tíma á leiðum eftir það,en í sínum flokk Grp N voru þeir að taka bestu tímana.Á nokkrum leiðum voru þeir með betri tíma en wrc bílar sem er auðvita frábært,það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim á næsta ári í Bresku-meistarakeppninni því þeir eru að bæta sig í hverju ralli og eru að taka frábæra tíma á leiðum.Þegar rallinu lauk voru þeir komnir í 20.sæti úr því 44 síðan um morguninn,þeir voru svo dæmdir úr leik þegar rallinu lauk,þar sem þeir fóru yfir á maxtíma á 1.sérleið,en þeir náðu sér í marga km í reynslu og eru reynslunni ríkari eftir þessar keppni..Eftir rallið fór hópurinn út að borða og skemmdu sér vel eitthvað fram á nóttSmile,þetta var alveg frábær hópur og ég skemmti mér mjög vel,takk fyrir frábæra helgi krakkarWink..

Eitt video frá keppninni um helgina hér www.youtube.com/watch?v=uHMHd33ddFM .

Einnig má finna myndir frá keppninni hér www.ae-photography.co.uk/ .

Upphaf keppninnar


Tempest rallið í Bretlandi-skora á íslenska íþróttafréttamenn að fjalla um þátttöku Íslendingana

Tempest rallið í Bretlandi byrjar á laugardag.Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson mæta í þetta rallý en 100 bílar taka þátt í þessari keppni,Íslenska-liðið ætlar sér að vera í topp 15,og það eru alveg raunhæf markmið.

bordercountie.Danni og ÍsakMig hlakkar mikið til að fara í þessa ferð og þetta verður bara gamanSmile,frábær 17.manna hópur er á leið út að styðja Íslensku drengina,og lagt verður af stað í fyrramálið kl:7:15 og komið heim seint á sunnudagskvöld.Það er nokkuð ljóst að Danni og Ísak fá mikinn og góðan stuðning í þessu ralli og það er mikilvægt fyrir þá.

Rallið byrjar snemma á laugardagsmorgun,og gert er ráð fyrir að 50-70 þúsund áhorfendur mæti á þessa keppni.upplýsingar um rallið www.tempestrally.com einnig verða fréttir inn á www.hipporace.blog.is af gangi mála.Jæja best að fara að pakkaSmile.

Hérna www.tynecomp.co.uk/Results/others_06/tempest/1/index.html verður hægt að fylgjast með sérleiðatímum beint.

Áfram Ísland.

100_2154[2]

 


Valdimar sigraði Haustsprett BÍKR

ValdiHaustsprettur Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur fór fram í dag.Ekin var 5.km spotti inn á Djúpavatni og voru fjórar ferðir í hvora átt samtals átta ferðir.

Mættir voru 12.ökumenn í þetta rall,það vantaði marga bíla sem hafa verið að keppa í toppbaráttunni í sumar,en engu að síður var þetta skemmtilegt rallý og allir höfðu gaman af.

Valdimar Jón Sveinsson sigraði þessa keppni eftir mikinn slag við Jóhannes Gunnarsson.Þetta er fyrsta keppnin sem Valdi sigrar í ralli,en hann er einn af mörgum efnilegum rallökumönnum okkar.

Úrslitin úr rallinu eru hér að neðan. 

1.Valdimar Jón Sveinsson N Subaru impreza
2.Jóhannes V Gunnarsson N MMC Lancer EVO 5
3.Hilmar B Þráinsson J Jeep GRAND Cherokee ORVIS
4.Sigurður Óli Gunnarsson N Toyota Celica 185
5.Þórður Bragason 1600 Toyota Corolla
6.Gunnar Freyr Hafsteinsson 1600 Suzuki
7.Sigmundur Guðnason J Jeep Cherokee
8.Guðmundur Orri Arnarson 2000 Renault Clio
9.Kjartan Marinó Kjartansson 1600 Toyota Corolla 
10.Fylkir A. Jónsson N Subaru Impreza STI
11.Kristján V Þórmarsson 2000 Nissan Sunny
12.Lísibet Þórmarsdóttir 2000 Nissan Sunny.

Sýnt var frá rallinu í fréttum á rúv í kvöld,sjá það hér http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338477/17 .

Mynd www.motormynd.blog.is ,Valdi á ferð í haustralli.


Daníel og Ísak keppa í Tempest Rallýinu í Bretlandi

Danni-ÍsakFélagarnir Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson hafa ákveðið að keppa í Tempest Rallýinu sem verður haldið þann 10.11.2007 í Bretland,þetta kom fram á heimasíðu þeirra www.hipporace.blog.is  í gær.

Danni hefur náð mjög góðum árangri í Bretlandi á þessu ári,þó aðallega með systur sinni Ástu,en eins og flestir vita er þau Íslandsmeistarar í ralli síðustu 2.ára.en hún kemst ekki í þetta rallý.

Ísak hefur tekið þátt í tveimur röllum á þessu ári í Bretlandi með Danna félaga sínum,en Ísak er okkar fremsti aðstoðarökumaður og hefur verið til margar ára.

Yfir 70.bílar eru skráðir í Tempest rallið,upplýsingar um rallið hér www.tempestrally.com..Ég ætla að vona að fjölmiðlar fari nú að fjalla um þátttöku okkar fremsta rallökufólks þarna úti,því umfjöllunin hefur engin verið og til skammar(þeir eru kannski of uppteknir af því að fylgjast með Birgi Leif að slá kúlu sem er í 500 sæti á heimslistanum,ég vil taka fram að ég ber fulla virðingu fyrir Birgi Leif)..Við Íslendingar eigum líka frambærilega rallökumenn sem eru að gera það gott í Bretlandi og það er komin tími á að fjalla um það hjá íslenskum íþróttafréttamönnum.

Hér að neðan koma tvö myndbönd frá Tempest rallinu í fyrra.

www.youtube.com/watch?v=rDFOu9M0YhM .

www.youtube.com/watch?v=_4H8MTe76Uc .


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband