Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Núna er komið að okkur

liverpool-fc-logo-200x200_01[1]Mínir menn í Liverpool hafa ekki landað Englandsmeistaratitli í 17 ár,en þetta verður okkar ár og við tökum stóru dolluna núna,ég held að Torres sé maðurinn sem okkur hefur vantað.Eina sem ég hef áhyggjur af eins og fleiri Liverpool aðdáendur eru þessir vængmenn.Áfram Liverpool.


mbl.is Carragher hefur mesta trú á Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta komið hjá FH?

Ég bara spyr er FH búið klára mótið.Það eru ekki nema 7 umferðir eftir og þeir eru búnir með liðin í toppbaráttunni fyrir utan Val.þeir eru með 5 stiga forustu á Val og ef Valsmenn ætla sér titilinn þá verða þeir(held ég) að vinna rest.En þetta er nú bara mín skoðun,baráttan verður hörð um 3 sætið milli Keflavíkur og ÍA og gæti orðið hreinn úrslitaleikur 29 sept í lokaumferðinni.En þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá Fimleikafélaginu í dag.
mbl.is Freyr tryggði FH 3:2-sigur gegn Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn burstuðu HK 4-1

HK úr kópavogi kom í heimsókn á Akranesvöll í kvöld.HK-liðið sá aldrei til sólar í leiknum,Skagaliðið var mikið mun betri aðilinn í leiknum,og strax á 17.mínútu átti Þórður Guðjónsson þrumu skot og fór boltinn í slánna og inn stórglæsilegt mark hjá Þórði,Vjekoslav Svadumovic skoraði gott mark á 25.mínútu eftir góða sendingu Jóns Vilhelms og þannig var staðan í hálfleik,Skagaliðið var mikið sterkara aðilinn í þeim fyrri og hefðu alveg getað bætt við fleiri mörkum.HK liðið kom ákveðið til seinni hálfleiks og voru betri aðilinn fyrstu 15.mínúturnar og þeir minnkuðu muninn á 52.mínútu með fínu marki Finns Ólafssonar.Svo 75.mínútu gerðu skagamenn út um leikinn og komust í 3-1 með marki Andra Júlíussonar vel afgreitt hjá honum,HK-menn vildu fá dæmda rangstöðu,ég gat ekki séð það frá mínu sjónarhorni,en það getur vel verið að hann hafi verið rangstaður,Þórður Guðjónsson bætti svo við sínu öðru marki í leiknum og 4 marki ÍA á 80.mínútu.Ég var virkilega ánægður með skagaliðið í þessum leik spiluðu skemmtilegan sóknarbolta og gátu alveg skorað mun fleiri mörk,allir leikmenn liðsins spiluðu vel og uppskáru eftir því.Núna er ÍA komið með 18 stig og komið upp að hlið Keflvíkinga í 3-4,sæti deildarinnar en Keflavík á leik inni við FH á laugardag.Næsti leikur skagamanna er við Fram á Laugardalsvelli 9.Ágúst kl 19:15.
mbl.is Skagamenn nálgast toppliðin eftir stórsigur á HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn fá HK í heimsókn

Mynd_0198346[1]Í kvöld kl 19:15 taka ÍA á móti nýliðum HK.Þetta er leikur í 11.umferð,Skagamenn hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli í sumar og var það í 1.umferð á móti FH.Vonandi landa þeir 3 stigum í kvöld á Akranesvelli,með sigri í kvöld fer ÍA upp að hlið Keflvíkinga en þeir eiga leik inni gegn FH á laugardaginn.Þetta verður hörkuleikur í kvöld og hvet ég alla til að fjölmenna á völlinn,allavega verð ég mættur,það verður gaman að sjá Árna Thor mæta sínum gömlu félögum en hann var í leikbanni í fyrri leiknum,einnig gaman að segja frá því að Gunnar þjálfari HK er bróðir Árna Thors.ALLIR á völlinn í kvöld.

Staðan í Íslandsmótinu

Staðan í Íslandsmótinu í ralli eftir fjórar umferðir er svona.

1.Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson  26 stig
2.Daníel Sigurðsson og Ásta Sigurðardóttir  25 stig
3.Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson 17 stig
4.Óskar Sólmundarson og Valtýr Kristjánsson  15 stig
5.Fylkir A. Jónsson og Elvar Jónsson  8 stig
6.Valdimar Jón Sveinsson og Ingi Mar Jónsson  7,5 stig
7.Jóhannes V. Gunnarsson og Eggert Magnússon  7 stig
8.Pétur S. Pétursson og Heimir Snær Jónsson 6 stig
9.Hilmar Bragi Þráinsson og Vignir Rúnar Vignisson  6 stig
10.Eyjólfur D. Jóhannsson og Halldór Gunnar Jónsson 6 stig
11.Sigurður Óli Gunnarsson og Elsa Kristín Sigurðardóttir  5,5 stig
12.Þórður Bragason og Magnús Þórðarson 2 stig
13.Guðmundur Orri Mcinstry og Hörður Darri Mcinstry 2 stig
14.Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór Ólafsson 1 stig
15.Jón Þór Jónsson og Stefnir Örn Sigmarsson 1stig
16.Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson  1stig
17.Þorsteinn Mckinstry og  Þórður Andri Mckinstry 0,5 stig.


Ekki okkar dagur

Fjórða umferðin í Íslandsmótinu í ralli fór fram í skagafirði í gær(laugardag).Árangur okkar Eyjó var alls ekki góður,á fyrstu sérleið fórum við félagar langt útaf, við útafaksturinn sprengdum við dekk,við stoppuðum bílinn og skiptum um dekkið felgan var einnig mölbrotinn svo datt tjakkurinn niður,við kláruðum leiðina á 25mín og 27sek,töpuðum í kringum níu mínútum á þessu ævintýri okkar.Eftir þessa fyrstu leið áttum við enga möguleika á fyrstu sætunum í rallinu,og í stað þess að vera reyna að rembast við ná upp töpuðum tíma þá ákváðum við að klára rallið og safna fleiri kílómetrum á bílinn,en þetta var aðeins okkar annað rallý á bílnum,en við lærðum helling á þessari keppni,og nú er bara að fara að undirbúa næsta rall sem er rallý reykjavík.

Pétur og Heimir keyrðu mjög vel í þessari keppni og eru þeir félagar að aka gríðarlega vel,þeir eru komnir með afgerandi forustu í 1600 flokki og 2000 flokki og það þarf eitthvað mikið að koma fyrir ef þeir landa ekki Íslandsmeistaratitli í haust í báðum flokkum.Það yrði mjög gaman fyrir okkur bræðurna,mig,Heimi og Hannes ef þetta tekst hjá Pétri og Heimi,því þá höfum við bræður allir orðið Íslandsmeistarar í ralli,ég 2001 í 2000 flokki,Hannes í 1600 flokki og 2000 flokki 2002,ég 2004 í 2000 flokki,og svo Heimir kannski 2007 í 1600 flokki og 2000 flokki,en þetta kemur allt saman í ljós.

Úrslit úr rallinu koma hér að neðan.Fyrstu 8 sætin fá stig í Íslandsmótinu yfir heildina

1.Sigurður Bragi Guðmundsson-Ísak Guðjónsson 1:02:18 10stig
2.Jón Bjarni Hrólfsson-Borgar Ólafsson 1:03:22 8stig
3.Óskar Sólmundarson-Valtýr Kristjánsson 1:03:27 6stig
4.Valdimar Jón Sveinsson-Ingi Mar Jónsson 1:08:05 5stig
5.Fylkir A. Jónsson-Elvar Jónsson 1:08:05 4stig
6.Hilmar Bragi Þráinsson-Vignir Rúnar Vignisson 1:09:17 3stig
7.Pétur S. Pétursson-Heimir Snær Jónsson 1:09:22 2stig
8.Marían Sigurðsson-Jón Þór Jónsson 1:13:14 1stig
9.Guðmundur Sigurðsson-Ingimar Loftsson 1:14:09
10.Helgi Óskarsson-Benedikt Helgason 1:15:12
11.Henning Ólafsson-Anna Birna Björnsdóttir 1:15:25
12.Sigmundur Guðnason-Jón Sigmundsson 1:15:30
13.Eyjólfur D. Jóhannsson-Halldór Gunnar Jónsson 1:16:47
14.Örn Ingólfsson-Óskar Jón Hreinsson 1:35:48.

Myndir af rallinu koma inn eftir helgi.


mbl.is Sigurður og Ísak sigruðu í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt mark Ellerts Jóns

Skagamenn heimsóttu FH-inga í dag í blíðskaparveðri,Tryggvi Guðmundsson kom FH-ingum yfir á 8 mínútu með marki úr vítaspyrnu.Þannig var staðan í hálfleik en FH-liðið var mun sterkari aðilinn í þeim fyrri,í seinni hálfleik kom allt annað skagalið inn á völlinn,og áttu þrjú mjög góð færi,en það var svo á 80 mínútu sem jöfnunarmarkið kom Ellert Jón Björnsson átti þrumuskoti óverjandi fyrir Daða í markinu,án efa eitt fallegasta mark sumarsins það sem af er,FH-ingar fengu tvö góð færi eftir þetta en jafntefli var niðurstaðan,dómari leiksins var mjög slappur að mínu mati,það voru dæmdar 23 aukaspyrnur á ÍA en aðeins 9 á FH liðið,það hefði mátt dæma mun fleiri aukaspyrnur á FH í þessu leik.Það var mjög góð mæting á leikinn og fín stemming og veður frábært,en gott stig í hús hjá skagamönnum.Næsti leikur hjá ÍA er 26 Júlí á Akranesvelli geng HK.
mbl.is FH og ÍA skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir ÍA í dag?

Seinni hluti Íslandsmótsins í knattspyrnu,fer af stað í dag með leik FH-ÍA.Það verður gaman að sjá hvernig þessi leikur fer,ég vona að sjálfsögðu að skagamenn taki þennan leik,ég verð mættur í Kaplakrikann klukkan 16.Mín spá um þennan leik 2-1 fyrir ÍA.

Keflavík-KR.Ég get ekki séð að KR vinni þennan leik,ef KR ætla sér að snúa við blaðinu þá verða þeir að hætta að hræra endalaust í liðinu.Keflavík vinnur þennan leik 3-1.Þessi leikur er á morgun sunnudag.

Fylkir-Breiðablik.Þetta gæti orðið spennandi leikur,Fylkismenn eru sterkir heima,en ég held að Breiðabliksmenn vinni þennan leik 2-0.Þessi leikur fer fram á mánudag.

HK-Víkingur R.Gæti orðið baráttuleikur,ef HK ætla sér að halda sæti sínu í deildinni,þá er þetta leikur sem þeir verða að vinna,mín spá 1-0 fyrir HK.Þessi leikur er á mánudag.

Fram-Valur.Gæti trúað að þetta verði markaleikur,Valsmenn eru mjög sterkir um þessar mundir og vinna þennan leik 4-1.Þessi leikur fer fram á mánudag.


mbl.is FH og ÍA hefja seinni umferðina í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex úrvalsdeildarlið í 8-lið úrslitum

Breiðablik var síðasta liðið sem tryggði sér rétt til að spila í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins,en þeir unnu HK eftir framlengingu,Fylkir vann Þór fyrir norðan 4-1,og Keflavík vann Þrótt 1-0.

Þetta eru liðin sem verða í pottinum á föstudag þegar verður dregið.

ÍA,FH,Valur,Fylkir,Keflavík,Breiðablik,Haukar,Fjölnir.


mbl.is Breiðablik hafði betur í slag Kópavogsliðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótorsport á RÚV í kvöld

Þáttur um mótorsport á RÚV í kvöld kl.22:25,líklega verður fjallað um 3 umferðina í rallakstri,sem fór fram 8/9 Júní á suðurnesjum,umsjón yfir þættinum er Birgir Þór Bragason.Um helgina fer svo fram torfæra á Blönduósi keppnin hefst kl.11:00 á laugardag,16 keppendur eru skráðir til leiks.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband