Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Góður sigur skagamanna

 Mynd_0198346[1]

Skagamenn unnu Víkinga 2-1 í kvöld og eru komnir í 8 liða úrslit VISA-bikarsins,það var góð mæting á leikinn í kvöld og veður frábært,sigurmark Jóns Vilhelms var glæsilegt fór framhjá hverjum varnamanni Víkings á fætur öðrum og átti gott skot á markið sem Bjarni Halldórsson réð ekki við,Trausti Sigurbjörnsson markvörður skagamanna átti mjög góðan leik,og varði oft á tíðum glæsilega,en Páll Gísli var í leikbanni,Árni Thor átti einnig góðan leik og var mjög traustur í vörninni.Næsti leikur ÍA er á laugardag við FH á Kaplakrikavelli kl.16:00.


mbl.is Jón Vilhelm tryggði ÍA 2:1 sigur á Víkingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VISA-bikar karla í kvöld

Já 5 leikir eru á dagskrá í kvöld og 3 á morgun.Stórleikur kvöldsins er í vesturbænum en þar taka heimamenn á móti Valsmönnum.Allir leikir kvöldsins hefjast 19:15.

Leikir kvöldsins og mín spá.

ÍA-Víkingur R.2-0

KR-Valur.0-3

Fjarðabyggð-Fjölnir.1-2

Haukar-Fram.1-4

ÍBV-FH.0-5

KL.24:00 í kvöld á RÚV verður sýnt frá þessum leikjum.


Ferguson vill Tévez

Miðað við þessa frétt þá fer Tévez til Manchester United.Ég get ekki séð að Eggert og félagar nái að halda honum,ef þeir fá gott tilboð í hann.Það eru ekki margir dagar þangað til að það verður tilkynnt um þessa sölu á Tévez.West Ham geta líka keypt 2/3 sterka leikmenn fyrir peninginn sem þeir fá fyrir Tévez.
mbl.is Ferguson viss um að fá Tévez til United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Massa sigurvegari í þessu móti

Já þetta var skemmtileg keppni en fór nú ekki eins og ég vildi.Kimi virðist vera komin í góðan gír og vann þessa keppni nokkuð sannfærandi.Bíllinn hjá Hamilton var alls ekki nógu hraður til að keppa við Kimi.Að mínu mati var Massa sigurvegari í þessu móti rosalegt að sjá hann keyra hratt upp listann,hann ræsti 22 og endar 5 frábært hjá honum.Mínir menn í McLaren þurfa aðeins að bæta sig til að vinna næsta mót því Ferrari liðið er komið á skrið.


mbl.is Hamilton ánægður þótt hann ynni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alonso verður mjög sterkur

Ef Alonso er með bensínþungan bíl,þá gæti hann endað sem sigurvegara á morgun.Það getur skipt máli ef hann nær nokkrum auka hringjum þegar Räikkönen og Hamilton fara í sitt fyrsta þjónustuhlé,því þeir eru sennilega með svipað bensín magn.En þetta kemur allt í ljós og það verður gaman að fylgjast með þessari keppni.


mbl.is Alonso ætlar sér sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

13 dagar í næstu keppni

                                   JAK_9426[1]      

Næsta keppni fer fram norður í skagafirði 21 Júlí og er haldin af Bílaklúbbi skagafjarðar.Það eru nokkrar vikur síðan síðasta keppni var og þetta er búið að vera kærkomið frí.Núna er undirbúningur að fara á fullt fyrir næsta rallý.

Það má búast við rosa baráttu um fyrsta sætið og við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þátt í henni.Mælifellsdalur er leiðin sem verður keyrð.Þetta er gríðarlega skemmtileg leið og einnig erfiðasta leið á Íslandi.Góð samvinna ökumanns og aðstoðarökumanns getur skipt sköpum á þessari leið,Eyjó og ég erum bjartsýnir á gott gengi í þessari keppni.

 


Ótrúlegur þessi strákur

Já hann er ótrúlegur þessi strákur hefur ekkert verið að taka frábæra tíma á æfingum fyrir tímatökuna.En tók besta tíma þegar á reyndi.Líka gaman fyrir Hamilton að vera á ráspól á heimavelli.Það fór ekki fram hjá neinum rosalegur fögnuður þegar hann náði besta tíma.

Kappaksturinn á morgun verður mjög skemmtilegur og spennandi.Lítill munur á milli 1 og 4 sæti.Ég vona að sjálfsögðu að McLaren lendi í fyrstu tveimur sætunum en það gæti orðið erfitt Räikkönen virðist vera að finna sig vel og gæti alveg landað sigri á morgun.


mbl.is Ótrúlegur lokahringur hjá Lewis Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær Eggert að halda honum

Það yrði frábært fyrir Eggert og félaga ef Tévez verður áfram í herbúðum liðsins.En ég er nú samt hræddur um að hann vilji frekar fara til stærra félags,t.d.Manchester United en þeir eru líka að spila í meistaradeildinni og þar vilja auðvita allir spila.


mbl.is Eggert: Enginn samningur verið gerður um Tévez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferrari menn fljótir

Já það er greinilegt að þeir eru að vakna miða við þessa tíma á æfingum.Einnig eru Toyota menn að taka góða tíma með 3 og 5 besta tíma á seinni æfingunni.Mínir menn eru ekki alveg nógu fljótir miða við þessa seinni æfingu Hamilton er með 4 besta tíman og Alonso 6.Þeir verða samt hraðari á morgun í tímatökunni.
mbl.is Räikkönen í sérflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjálfari Keflavíkur í 14-2

Kristján þjálfari Keflavíkur kemur í þáttinn 14-2 í kvöld.Hann sagði að Guðjón ætti að koma fram og biðjast afsökunar á þeim orðum sem hann lét falla eftir leikinn í garð Kristjáns þjálfara.Bíddu alveg rólegur hann er greinilega búin að gleyma hvað hann sagði sjálfur eftir leikinn í gær.Þá sagði hann að Bjarni hafi ætlað að skora þarna og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann væri óheiðarlegur.Ætlar Kristján þá ekki að biðja Bjarna afsökunar.Nei ég var búin að gleyma Keflavík kemur ekki fram og biðst afsökunar og þeir harma ekkert.Þeir eru að verða frekar sorglegir þessir Keflvíkingar.


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband