Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Rosalegt efni

kr2hossi[1]Hörður er rosalegt efni og þetta kemur mér ekki á óvart að hann skuli fá þetta tilboð frá þessu gríðarlega sterka liði,ég skil hann mjög vel að sleppa ekki þessu tækifæri að fara þarna út og reyna fá samning.Hörður er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi og ég fékk þann heiður að spila með honum veturinn 2003/2004.Hörður var með 15,2 stig að meðaltali á síðustu leiktíð með Fjölni og 5,7 stoðsendingar.
mbl.is Hörður Axel: „Erfitt að velja Ítalíu fram yfir landsliðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan í Íslandsmótinu eftir 5 umferðir

Ein umferð er eftir í Íslandsmótinu í ralli,en úrslit eru þegar ráðinn hvað varðar Íslandsmeistaratitlana.Síðasta rallið fer fram 29 september.Svona lítur staðan út eftir 5 umferðir.

1. Daníel Sigurðsson og Ásta Sigurðardóttir 37,5 stig
2. Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson 27 stig
3. Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson 26 stig
4. Fylkir A. Jónsson og Elvar Jónsson 15,5 stig
5. Óskar Sólmundsson og Valtýr Kristjánsson 15 stig
6. Hilmar B. Þráinsson og Vignir Rúnar Vignisson12,5 stig
7. Pétur S. Pétursson og Heimir Snær Jónsson 11 stig
8. Sigurður Óli Gunnarsson og Elsa Kristín Sigurðardóttir 9,25 stig
9. Valdimar J. Sveinsson og Ingi Mar Jónsson 7,5 stig
10. Jóhannes V. Gunnarsson og Eggert Magnússon  7 stig
11. Eyjólfur D. Jóhannsson og Halldór Gunnar Jónsson 6 stig
12. Þórður Bragason og Magnús Þórðarson 4,5 stig
13. Guðmundur Orri Mckinstry og Hörður Darri Mckinstry  2 stig
14. Guðmundur Snorri Sigurðsson og Ingimar Loftsson 1,25 stig
15. Guðmundur Höskuldsson og Ólafur Þór Ólafsson 1 stig
16. Jón Þór Jónsson og Stefnir Örn Sigmarsson 1 stig
17. Marían Sigurðsson og Jón Þór Jónsson  1 stig
18. Þorsteinn S. Mckinstry og Þórður Andri Mckinstry 0,5 stig.

2000 flokkur.2 efstu.

1. Pétur S. Pétursson og Heimir Snær Jónsson 43,5 stig
2. Þórður Bragason og Magnús Þórðarson 24 stig.

Max1 flokkur.2 efstu.

1. Pétur S. Pétursson og Heimir Snær Jónsson 47,5 stig
2. Henning Ólafsson 21,5 stig.

Jeppaflokkur.3 efstu.

1. Hilmar B. Þráinsson og Vignir Rúnar Vignisson 32,5 stig
2. Guðmundur Orri Mckinstry og Hörður Darri Mckinstry 19,5 stig
3. Guðmundur Snorri Sigurðsson og Ingimar Loftsson 18 stig.

 


Óheppnir á lokadegi

28.Alþjóðarallinu lauk í gær.Við vorum í 4.Sæti þegar lokadagurinn hófs en á leið 20 um Kaldadal Féll um við úr leik,þegar lítið var eftir af leiðinni sprengdum við dekk á framan við ákváðum að keyra áfram og það gekk fínt þangað til við keyrðum á stóran stein bremsudiskur brotnaði og eitthvað var lítið eftir af felgunni,Óskar-Valtýr og Valdi-hans lið voru þarna rétt hjá og komu hlaupandi og þeir náðu að laga bílinn svo við komust útaf leiðinni en enginn bremsudiskur,við keyrðum næstu leið en vorum farnir yfir á maxtíma þegar við fórum inná hana,og því dottnir út úr rallinu,grátlegt hreinlega eftir flottan og góðan akstur fram að þessu,það sannaðist það sem Jón Ragnarsson hefur sagt í mörg ár,rallý er ekki búið fyrr en því er lokið.Við þökkum Óskari og félögum kærlega fyrir hjálpina inná Kaldadal frábærir þessir drengir.

Pétur og Heimir héldu áfram að keyra lista vel og þeir sigruðu í MAX-1 flokknum og 2000 flokknum í þessu ralli og hafa nú sigrað allar keppnirnar í MAX-1 og alla nema eina í 2000 flokki,og með þessum sigrum í rallinu eru þeir orðnir Íslandsmeistarar í MAX-1 og 2000 flokki frábært og til hamingju drengir.Þetta er auðvita stór stund fyrir okkur bræðurna mig,Hannes og Heimi því nú höfum við allir orðið Íslandsmeistarar í ralli.Ég í 2000 flokki 2001,Hannes í 2000 flokki og nýliða(sem er núna MAX-1) 2002,ég aftur í 2000 flokki 2004,og núna Heimir 2007,ég hugsa að þetta sé eins dæmi í íslensku íþróttarlífi að þrír bræður verð Íslandsmeistarar í sömu greininni.

Systkinin Danni og Ásta sigruðu í rallinu eftir mikinn slag við Jón Bjarna og Borgar.Danni og Ásta tryggðu sér með þessum sigri Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð frábært hjá þeim til hamingju Danni og Ásta.Himmi og Vignir sigruðu í jeppaflokki og um leið Íslandsmeistaratitil í þeim flokki en þeir eru búnir að vera með fáranglega mikla yfirburði í þessum jeppaflokki í sumar til hamingju Himmi og Vignir.

Mjög gott rallý að baki en ég held að slagurinn um fyrsta sætið hafi ekki verið svona mikill í mörg ár í alþjóðralli frá fyrstu leið til þeirra síðustu.Ég vil þakka Tryggva keppnisstjóra fyrir að halda vel utan um þessa keppni og auðvita öllum starfsmönnum og öðrum sem komu að þessu ralli.Takk fyrir okkur.

Nokkrar heimasíður hafa skrifað um rallið.

www.hannesjonsson.blog.is

www.gullibriem.blog.is

www.motormynd.net

www.hipporace.blog.is

www.mth-racing.blog.is


Góður dagur að baki

Alþjóðrallið hélt áfram í dag og í kvöld lauk öðrum degi.Við félagarnir ásamt okkar frábæra þjónustuliði áttum hreint út sagt frábæran dag,við vorum í 19.Sæti í morgun og vorum fljótir að vinna okkur upp,í hádeginu vorum við komnir í 6.Sæti,og nú þegar annar dagur er á enda erum við komnir í 4.Sæti,frábært úr 19.Sæti í 4.Það gekk allt upp hjá okkur í dag keyrðum hratt en engir sénsar teknir,sprengdum reyndar á Skógshrauni fyrir hádegi þegar 5km voru eftir kláruðum leiðina á sprungnu.En rallið er rétt að byrja á morgun er síðasta dagurinn og þá taka við margar erfiðar leiðar við erum fastir í 4.Sætinu tveimur mínútum á undan Fylki sem er 5.Jónbi og Boggi eru í 3.Sæti þrettán mínútum á undan okkur.

Pétur og Heimir hafa verið að aka hreint æðislega og hafa rosalega mikla forustu í MAX-1 og 2000 flokki.Þeir voru reyndar í einhverju basli með bílinn undir lokin í kvöld en náðu að laga það,þeir eru staddir í 8.Sæti yfir heildina ekki nema 10sek á eftir Jóa og Lindu en Pétur og Heimir hafa verið að stríða 4x4 bílunum í dag.

Himmi og Vignir hafa mjög mikla forustu í jeppaflokki og þeir hafa verið að keyra vel í dag,ef þeir klára rallið landa þeir titli í jeppaflokknum.

Sigurður Bragi og Ísak eru með forustu í rallinu og hafa þeir 22 sek forskot á Danna og Ástu.En Danni hefur verið í einhverju basli í dag með bílinn,en það er ljóst að það verður hart barist á morgun því Jónbi og Boggi eru ekki nema 26 sek á eftir Danna.rallið heldur áfram á morgun.En allar upplýsingar má finna inn á www.rallyreykjavik.net og þar má finna einnig tíma á sérleiðum.


Dagur 1.Búinn

Alþjóðrallið hófs í dag með 4 leiðum,á fyrstu sérleið sprengdum við dekk,við skiptum um dekkið þar sem 15km voru eftir af leiðinni,töpuðum í kringum 5 mínútum á þessu.Það gekk vel á næstu leið 5.Besti tími þar,á leið 3 um Gufunes tókum við 2/4 besta tíma Siggi Bragi og Ísak og Óskar Sól og Valtýr tóku sama tíma og við,Danni tók besta tíman,á leið 4 líka um Gufunes vorum við með 3.Besta tíman.Eftir þennan fyrsta dag erum við staddir í 20.Sæti eftir að hafa tapað 5.mín á fyrstu leið.

En við erum ekki nema 3:30 mín á eftir 6.Sæti.Við ætlum okkur að keyra hratt upp listann og vera í 5/6 sæti í hádegishléi á morgun.Fyrir hádegi á morgun er 94km á sérleiðum.Pétur og Heimir og hafa verið að aka gríðarlega vel og eru staddir 8.Sæti yfir heildina og með góða forustu í MAX-1 flokki eina og hálfa mínútu á næstu áhöfn í þeim flokki.

Jón Bjarni og Borgar eru í 1.Sæti og hafa verið að aka vel,í 2.Sæti eru Sigurður Bragi og Ísak 20sek á eftir Jónba og Bogga,Óskar og Valtýr koma svo í 3.Sæti 5 sek á eftir Sigurði Braga.


Alþjóðarallið byrjar í dag

Alþjóðarallið hefst í dag kl:17:00 upp við Perluna.eknar verða 4 sérleiðir í dag,og tvær þeirra verða í Grafarvogi leið um Gufunesi fyrsti bíll þar 19:15.Eyjó og ég erum klárir í slaginn og okkur hlakkar mikið til.26 bílar mæta til leiks í þetta rallý.Upplýsingar um rallið má finna inná www.rallyreykjavik.is einnig verða fréttir eftir hvern dag á þessari síðu.Rásröðin í rallinu kemur hér að neðan.

11Daníel SigurðssonÁsta SigurðardóttirMMC Lancer Evo 6N
23Sigurður B. GuðmundssonÍsak GuðjónssonMMC Lancer Evo 7N
32Jón Bjarni HrólfssonBorgar ÓlafssonSubaru ImprezaN
419Óskar SólmundssonValtýr KristjánssonSubaru ImprezaN
56Jóhannes V. GunnarssonLinda KarlsdóttirMMC Lancer Evo 5N
67Eyjólfur D. JóhannssonHalldór Gunnar JónssonSubaru ImprezaN
720Valdimar J. SveinssonIngi Mar JónssonSubaru ImprezaN
85Sigurður Óli GunnarssonElsa K. SigurðardóttirToyota Celica GT4N
913Fylkir A. JónssonElvar JónssonSubaru ImprezaN
1010Þórður BragasonMagnús ÞórðarsonToyota CorollaMax1
119Pétur S. PéturssonHeimir S. JónssonToyota CorollaMax1
1233Sæmundur SæmundssonKristján SæmundssonHonda CivicMax1
1331Ólafur Josua BaldurssonSigurður S. GuðjónssonToyota Celica GT4N
1432Sigurður JónssonÞröstur ÁrmannssonFord EscortN
1521Rafn Arnar GuðjónssonGuðjón RafnssonPeugeot 3062000
1624Sigmundur V. GuðnasonJón Aron SigmundssonToyota CorollaMax1
1727Henning ÓlafssonRúnar EiríkssonToyota CorollaMax1
1830Gunnar F. HafsteinssonJóhann H. HafsteinssonSuzuki Swift Gti-RMax1
1935Sigurður R. RúnarssonArena Huld SteinarsdóttirToyota CorollaMax1
2036Björn GuðmundssonÞórey Hlíf Tína ErlendsdóttirToyota CorollaMax1
2126Dali (Örn Ingólfsson)Óskar Jón HreinssonTrabant 601Max1

2212Hilmar B. ÞráinssonVignir Rúnar VignissonGrand CherokeeJ12
2314Guðmundur O. MckinstryHörður D. MckinstryTomcat RS 100J12
2411Þorsteinn S. MckinstryÞórður A. MckinstryTomcat RS 100J12
2534Ian SykesFrances SykesLand RoverJ12
2616Guðmundur S. SigurðssonIngimar LoftssonMMC Pajero DakarJ12
.

Alþjóðarallið 27 bílar mæta til leiks

Alþjóðarallið(Rallý Reykjavík) hefst á fimmtudaginn og stendur rallið yfir í 3 daga(hægt að sjá leiðarlýsingu hér neðar á forsíðunni.)Það er virkilega gaman að sjá allan þann fjölda sem er skráður í þetta rall en 27 bílar mæta til leiks en aðeins ein erlent áhöfn.Baráttan í þessu ralli verður hörð og ekkert verður gefið eftir.Íslandsmeistararnir frá því í fyrra Danni og Ásta hafa verið að aka best í sumar og eru þau sigurstrangleg fyrir þetta rall en aðrir keppendur ætla sér alveg potþétt að reyna að vinna þessa góðu áhöfn ég og Eyjó munu allavega reyna það er alveg á hreinu.Eyjó og ég fórum að skoða í gær(sunnudag) og leiðarnar líta bara vel út.Hægt er að fá upplýsingar um rallið inn á www.rallyreykjavik.net og  inn á www.motormynd.net.

Fyrsta tapið í 2 mánuði

Já Skagamenn eru dottnir út úr bikarnum og var þetta fyrsta tap ÍA liðsins í tvo mánuði.Ég komst því miður ekki á þennan leik þar sem ég var að skoða rallýleiðar í allan dag,en Rallý Reykjavík hefst á fimmtudag.Nú er bara að taka deildina með trompi Skagaliðið á leik við Fylki aftur á fimmtudag í deildinni og þá skal hefna fyrir tapið í kvöld,ég held að FH-liðið verði meistari og ÍA hafnar í öðru sæti.Þó svo Skagamenn vinni rest þá held ég að það sé ekki nóg til að landa titli FH-liðið er bara það sterkt að þeir ná að landa þessu.


mbl.is Halldór skoraði tvö og kom Fylki í undanúrslit VISA-bikarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steven Gerrard er maðurinn

Þetta var svakalegt mark hjá drengnum,pottþétt eitt af mörkum tímabilsins.En fín byrjun hjá mínum mönnum og gott að byrja mótið á sigri.Kannski verður þetta okkar tímabilSmile.


mbl.is Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar myndir

Ég var að bæta við myndum í albúmið hjá mér,bæði Skagafjarðarrall og Suðurnesjarall.Ef keppendur eiga myndir af bílunum sínum þá geta þið sent mér(ef þið viljið?)og ég set myndirnar hérna á síðuna mína,sendið á hjrally@hjrally.com.

Svo er ég farin í bloggfrí í einhverja daga.Góða skemmtun um helgina og farið varlegaWink.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband