Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þátturinn í kvöld

Þetta var ágætur leikur í kvöld hjá mínum mönnum í Liverpool,en ég hefði nú viljað öll stigin en jafntefli voru sanngjörn úrslit,þeir voru klaufar á fá þessi gulu spjöld á sig fjögur ef mig minnir rétt,ég spá því að Porto og Liverpool sem fara upp úr þessum riðli.

Svo hvet ég fólk til að horfa á Mótorsport á RÚV í kvöld(miðvikudag) kl.23:00 í þessum þætti verður fjallað um Alþjóðrallið sem fór fram 16/18 Ágúst,Birgir Þór Bragason er með umsjón yfir þessum þætti.

Þetta er rosalegt stökk hjá Pétri og Heimi


mbl.is Rosenborg náði jafntefli á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska þetta Skagalið

Skagamenn eru alveg magnaðir þeir gefast aldrei upp,það hefðu öll liðin í deildinni brotnað nema FH við það að lenda undir á heimavelli Vals en ekki Skagamenn rosaleg seigla í þessu liði sem er þjálfað af besta þjálfara Íslands,þegar 2 umferðir eru eftir þá eru Skagamenn enn í 3 sæti og líka ennþá í 3 sæti yfir flest mörk skoruð hver segir að ÍA spili ekki sóknarbolta,Willum þjálfari Vals sagði í viðtali eftir leik að Guðjón Þórðarson hafi tekið dómar leikins úr sambandi,ég gat nú ekki séð það,svo talaði hann um að Bjarni Guðjóns hafi fengið það sem hann vildi inn á vellinum Bjarni var tæklaður svona 10 sinnum í leiknum af Valsmönnum og tvisvar illa en aldrei fengu þeir gult spjald hefðu þeir þá ekki átt að fá einhver gul spjöld ef hann hefði átt að fá allt sem hann vildi,þetta er auðvita bara kjánalegt af þjálfara Vals að láta svona,í næstu umferð fá Skagamenn Víkinga í heimsókn.


mbl.is Valur og ÍA skildu jöfn og FH heldur toppsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalegur leikur

Já þetta var rosalegur leikur í kvöld,ég fylgdist með honum á www.fibaeurope.com sé ekki eftir því,heimamenn voru með pálmann í höndunum þegar lítið var eftir Spánverjar voru betri aðilinn í leiknum en það þarf að vera yfir þegar klukkan gellur og Rússar eru Evrópumeistarar í körfu,Hannes bróðir var á leiknum og hann hringdi í mig 2 sinnum á meðan leik stóð og stemmingin VÁ hún var rosaleg,ég er mjög fúll yfir að sjónvarpsstöðvarnar á Íslandi hafi ekki sýnt frá þessu mótiAngry ég vona að það verði breyting á þessu hjá þeim á næsta stórmóti í körfunni,en fréttavefir eins og www.karfan.is og mbl.is hafa fjallað vel um þetta frábæra mót og þó sérstaklega karfan.is frábært hjá þeim,Hannes formaður Körfuknattleikssambands Íslands skrifaði grein inn á www.kki.is í dag en hann hefur fylgst með þessu móti á Spáni síðan á miðvikudag,áfram körfubolti.
mbl.is Sigurkarfa Rússa á lokasekúndunum tryggði Evrópumeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegt slys

colin_mcrae_-_1968-2007[1]Rallökumaðurinn Colin McRae lést langt fyrir aldur fram í hörmulegu þyrluslysi í gær.Rallýheimurinn hefur nú misst einn af sínum dáðustu sonum.Blessuð sé minning hans-Hvíl í friði.


mbl.is Skoskur rallkappi fórst í þyrluslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn sigur og eitt tap

Það verða Snæfell og Skallagrímur sem keppa til úrslita á Greifa og Kaupþingsmótinu í körfubolta,8 lið taka þátt í þessu móti og var þeim skipt í tvo riðla,úrslitaleikirnir fara fram á morgun en í dag lauk riðlakeppninni,mínir menn í Breiðablik spiluðu við Tindastól í morgun og sigruðu 78-74 en stólarnir spila í úrvalsdeild eftir hádegi spiluðu þeir við Snæfell og var tap staðreynd 77-65 í gær töpuðu þeir fyrir Íslandsmeisturum KR 93-82,Breiðablik spilar um 5-6 sæti við heimamenn í Þór ak kl.9:00 í fyrramálið.Það eru ekki nema 4 vikur í að Íslandsmótið hefjist í körfunni,blikarnir hafa verið að spila mikið af æfingaleikjum við úrvalsdeildarliðin og það á eftir að hjálpa liðinu í vetur,einnig tel ég liðið það sterkt að það verður slys ef við förum ekki upp í vor,áfram Breiðablik.


Greifa og Kaupþings mótið úrslit

42107447_392470416134259259259[1]Æfingamótin eru í fullum gangi þessa dagana í körfuboltanum og núna um helgina fer fram á Akureyri Greifa og Kaupþings mótið,í kvöld hófst mótið með fjórum leikjum en mótið heldur áfram á morgun,mínir menn töpuðu fyrir Íslandsmeisturum KR 92-83 Tony Cornett var stigahæstur hjá blikum með 23 stig og Loftur Einarsson var með 18 hjá KR var Joshua Helm með 22 stig,nánari fréttir og úrslit frá mótinu inn á www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=SportNews&SportID=5

115 þjóðir í heiminum sýna frá mótinu,en ekki RÚV

Spánverjar og Rússar eru komin í undanúrslit á Evrópumótinu í körfubolta,Rússar mæta Króötum eða Litháum í undanúrslitum,og Spánverjar mæta Grikkjum eða Slóvenum,115 þjóðir sýna frá þessu Evrópumóti en ekki RÚV ég verð nú að segja að mér finnst þetta lélegt hjá RÚV þeir hefðu alveg mátt sýna frá úrslitaleikjunum en það verður ekki gert.Hvað ætli margar þjóðir sýni frá Evrópumótum eða heimsmeistaramótum í handbolta 20/30,áfram körfubolti.


mbl.is Spánverjar léku sér að Þjóðverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Er ekki alveg í lagi með þessa menn 6,4 milljarðar í sekt,það verður gaman að sjá hvað FIA gerir við alla þessa peninga,en ég er sáttur við að Alonso og Hamilton missa ekki stigin sín og þeir geta keppt til loka því annar hvor þeirra verður meistariSmile ,áfram McLaren.
mbl.is McLaren úr leik í ár og sektað um 100 milljónir dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af okkur bræðrum

IMG_8957Ég er byrjaður að setja inn myndir af okkur bræðrum,en ég og Heimir kepptum saman í rallý sumarið 2006 á Renault Clio,það var búið að vera draumur okkar lengi að keppa saman og við létum verða af því í fyrra,þetta var mjög skemmtilegt sumar hjá okkur,ég á mjög mikið af myndum af okkurSmile frá þessu sumri,ég er búin að búa til myndaalbúm Sumarið 2006,það eru komnar nokkrar myndir en ég á eftir að setja mun fleiri,njótið velWink .

Góður sigur

Góður sigur hjá strákunum í kvöld,ég komst því miður ekki á leikinn.Íslenska-liðið byrjaði illa í kvöld en þegar 2 mín voru eftir af öðrum leikhluta komust við yfir í fyrsta skipti 36-33,Austurríkismenn voru yfir í hálf 39-41,Íslenska-liðið spilaði vel í síðari hálfleik og lönuðu öruggum sigri þeim þriðja í röð í B-deild Evrópumótsins og áttundi sigurinn í síðustu níu leikjum frábært greinilegt að liðið er á réttri leið,til hamingju með góðan sigur í kvöld strákar.

Ég verð að hrósa mbl.is fyrir góða textalýsingu frábært hjá þeim,eftir Finnaleikinn hafa þeir heldur betur tekið sig á og hafa fjallað vel og mikið um landsliðið síðustu daga,einnig hefur morgunblaðið verið með góðar umfjallanir,svo er bara að vona að þeir verði jafn duglegir að fjalla um körfuna í vetur en Íslandsmótið fer af stað eftir mánuð,frábært mbl og mogginnWink.Núna er ég ekki sáttur með RÚV þeir ætla bara að sýna valda kafla úr leiknum núna rétt á eftir en ekki allan leikinnFrown.


mbl.is Íslendingar lögðu Austurríkismenn 91:77
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband