Færsluflokkur: Íþróttir

Daníel og Ísak keppa í Tempest Rallýinu í Bretlandi

Danni-ÍsakFélagarnir Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson hafa ákveðið að keppa í Tempest Rallýinu sem verður haldið þann 10.11.2007 í Bretland,þetta kom fram á heimasíðu þeirra www.hipporace.blog.is  í gær.

Danni hefur náð mjög góðum árangri í Bretlandi á þessu ári,þó aðallega með systur sinni Ástu,en eins og flestir vita er þau Íslandsmeistarar í ralli síðustu 2.ára.en hún kemst ekki í þetta rallý.

Ísak hefur tekið þátt í tveimur röllum á þessu ári í Bretlandi með Danna félaga sínum,en Ísak er okkar fremsti aðstoðarökumaður og hefur verið til margar ára.

Yfir 70.bílar eru skráðir í Tempest rallið,upplýsingar um rallið hér www.tempestrally.com..Ég ætla að vona að fjölmiðlar fari nú að fjalla um þátttöku okkar fremsta rallökufólks þarna úti,því umfjöllunin hefur engin verið og til skammar(þeir eru kannski of uppteknir af því að fylgjast með Birgi Leif að slá kúlu sem er í 500 sæti á heimslistanum,ég vil taka fram að ég ber fulla virðingu fyrir Birgi Leif)..Við Íslendingar eigum líka frambærilega rallökumenn sem eru að gera það gott í Bretlandi og það er komin tími á að fjalla um það hjá íslenskum íþróttafréttamönnum.

Hér að neðan koma tvö myndbönd frá Tempest rallinu í fyrra.

www.youtube.com/watch?v=rDFOu9M0YhM .

www.youtube.com/watch?v=_4H8MTe76Uc .


KR-Njarðvík.Beint á sýn fimmtudag kl:19:15

SýnSjónvarpsstöðin Sýn ætlar að sýna einn leik í hverjum mánuði fram að úrslitakeppni.

Fyrsti leikurinn sem þeir sýna beintSmile er á morgun fimmtudag þegar Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn.leikurinn byrjar kl:19:15.Þetta er virkilega flott framtak hjá sýn.

Nánar um þetta inná hinni frábæru heimsíðu www.kki.is .


Óli með húmorinn í lagi

Óli JóTil hamingju með þetta starf Ólafur.Þó svo ég hafi viljað fá erlendan þjálfara þá er þetta góður kostur.Óli hefur sýnt frábæran árangur með FH-liðið.Hann á eftir að hrista vel upp í þessu,og við eigum eftir að sjá breitingar á liðinu.Það er líka alltaf góður húmor í Óla.

Mynd. www.gras.is .


mbl.is Ólafur Jóhannesson: „Ég ræð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórðu umferð lýkur í kvöld

ICEX-deildin.Fjórðu umferð í Iceland Express deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum.Báðir leikirnir byrja kl:19:15.

Í Grindavík mætir Hamar frá Hveragerði í heimsókn,liðin mættust tvisvar á síðustu leiktíð í deildinni,og fór Grindavík með sigur í báðum leikjunum.Viðtal við Pétur Þjálfara Hamars má finna inn á www.karfan.is .

ÍR tekur á móti Skallagrími í Seljaskóla.Þetta verður hörkuleikur,bæði lið eru örugglega ekki sátt við sína byrjun á mótinu,3.leikir og 2.töp hjá báðum liðum.Liðin mættust tvisvar í deildinni á síðustu leiktíð og ÍR vann báða.Áfram körfubolti.


Fyrsti sigur Snæfells

KR-SnæfellStrákarnir úr Stykkishólmi unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu,þegar Stjörnumenn komu í heimsókn,lokatölur 101-86.Justin Shouse skoraði 25.stig fyrir heimamenn og var með 9.stoð,hjá Stjörnunni var Muhamed Taci með 30.stig.

Á Akureyri unnu KR-ingar sigur á Þórsurum 91-100.Ég veit ekki alveg hvað var í gangi í þessum leik því það voru dæmdar 60.villur.Hjá KR var Darri Hilmarsson stigahæstur með 25.stig,en hjá Þór var Cedric Isom með 30.stig og 9.fráköst.

Í Njarðvík töpuðu heimamenn fyrir grönnum sínum í Keflavík 63-78.Það er örugglega langt síðan að Njarðvík hefur skorað eins lítið á heimavelli.Stigahæstur hjá Njarðvík var Brenton Birmingham með 15.stig og Friðrik Stefánsson var með 14.stig og 13.fráköst.Bobby Walker og Tommy Johnson voru með 18.stig hvor fyrir Keflavík.

Í Grafarvogi unnu Tindastólsmenn sigur á Fjölni 91-94.Stólarnir hafa byrjað vel og unnið 3.leiki af 4.Hjá Fjölni var Drago Pavlovic stigahæstur með 26.stig,hjá stólunum voru Marcin Konarzewski og Donald Brown stigahæstir með 20.stig hvor.

Betri tölfræði er hægt að finna inn á www.kki.is undir Leikvarp,til vinstri á forsíðunni.

Mynd www.karfan.is .Snorri Örn.


mbl.is Keflavík vann Suðurnesjaslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða umferð Iceland Express deildar karla

ICEX-deildin.Í kvöld hefst fjórða umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta með fjórum leikjum.Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.Mótið hefur farið gríðarlega vel af stað og mæting á leiki hefur verið mjög góð.

Stórleikur kvöldsins er í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti grönnum sínum í Keflavík,bæði lið eru á toppi deildarinnar með 3.sigra í röð.Liðin mættust tvisvar á síðustu leiktíð í deildinni og vann Njarðvík báða.

Á Akureyri taka Þórsarar á móti Íslandsmeisturum KR.Þetta verður örugglega hörkuleikur því Þórsarar eru alltaf erfiðir heim að sækja,þó svo þeir hafi tapað stórt fyrir Njarðvík í síðasta heimaleik,liðin mættust ekki í deildinni á síðust leikstíð,þar sem Þórsarar eru nýliðar í deildinni.

Í Grafarvogi mætast Fjölnir og Tindastóll.Stólarnir hafa byrjað vel á þessu tímabili og eru með 2.sigra í 3.leikjum,En þeir verða sennilega án Svavars Birgissonar því hann meiddist í síðasta leik og munar um minna fyrir norðanmenn.Fjölnismenn eru örugglega ekki sáttir með sína byrjun á mótinu einn sigur í 3.leikjum.Liðin mættust tvisvar í deildinni á síðustu leiktíð og þar fór 1-1.

Í Stykkishólmi tekur Snæfell á móti nýliðum Stjörnunnar.Snæfell er eina liðið sem ekki hefur unnið leik á tímabilinu og það er eitthvað sem engin reiknaði með,þetta gæti orðið erfiður leikur hjá nýliðunum sem hafa byrjað tímabilið ágætlega.

Mín spá fyrir kvöldið.

Njarðvík-Keflavík.91-86 
Þór Ak.-KR. 77-85
Fjölnir-Tindastóll.83-78
Snæfell-Stjarnan.90-82.

 


4.sigurvegarinn á fjórum árum

HirvonenFinninn Mikko Hirvonen sigraði Japansrallið sem lauk í morgun,hann var 37 sekúndum á undan Spánverjanum Dani Sordo,Norðmaðurinn Henning Solberg sem er bróðir Petters Solberg endaði í 3.sæti.

Mikko Hirvonen er fjórði ökumaðurinn sem vinnur í Japan á fjórum árum.2006 var það Frakkinn Sébastien Loeb sem vann.2005 vann Finninn Marcus Grönholm.Svo 2004 vann Norðmaðurinn Petter Solberg.Tvö mót eru eftir í heimsmeistarakeppninni og næsta keppni fer fram á Írlandi 16/18 nóvember.

Þrjú skemmtileg video frá heimsmeistarakeppninni.

www.youtube.com/watch?v=Rfy-iblAkk4 ,þetta video er frá rallinu núna um helgina.

www.youtube.com/watch?v=eUND7KZBXYw , Japan 2006.

www.youtube.com/watch?v=v3oL8btum3E ,Grikkland 2007,njótið vel.


mbl.is Hirvonen sigraði í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill karakter hjá mínum mönnum

Breiðablik heimsótti Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi í 1.deild karla.Lokatölur 70-80 fyrir blikum.

BreiðablikMínir drengir í Breiðablik sýndu rosalegan karakter í þessum leik,fyrstu 3.leikhlutana voru þeir ekki að spila vel,en góð lið koma upp á réttum tíma og strákarnir spiluðu vel í 4.leikhluta.Kristján Sigurðsson átti stórleik í Blika liðinu hann endaði leikinn með 28.stig og skoraði úr 5.þriggja stiga af 11 tilraunum,Tony Cornett skoraði 26.stig en hann getur spilað mun betur en hann gerði í gær,hann var slakur varnarlega að mínu mati og á að frákasta mun betur.Halldór Örn átti góðan leik sérstaklega í 4.leikhluta hann endaði leikinn með 15.stig og 12.fráköst.Loftur spilaði góða vörn á þeim 17.mínútum sem hann spilaði og var með góða baráttu hann þurfi svo að fara útaf með 5.villur,villurnar sem Loftur fékk voru margar hverjar tómt bull og ósamræmi í dómum var mikið í þessum leik á bæði lið.En mikill karaktersigur hjá mínum mönnum.Frétt um leikinn má finna hér www.breidablik.is/karfa .Áfram Breiðablik.


Solberg maður næturinnar

SolbergFinninn Mikko Hirvonen er með góða forustu í heimsmeistarakeppninni í ralli sem fer fram í Japan,eftir 2.keppnisdaga er hann með 38 sekúndna forskot á Dani Sordo.Marcus Grönholm og Sébastien Loeb berjast um heimsmeistaratitilinn en þeir eru báðir úr leik í þessu ralli.

Minn maður Petter Solberg var að keyra best í nótt,hann vann 4.sérleiðar,en hann er aðeins í 24.sæti í keppninni því gírkassinn bilaði á 1.keppnisdegi.


mbl.is Hirvonen hefur forustuna í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkuleikur í Þorlákshöfn á morgun (föstudag)

Blikar-HaukarMínir menn í körfunni Breiðablik heimsækja Þór Þorlákshöfn á morgun (föstudag) og hefst leikurinn kl:20:00.Bæði lið hafa spilað tvo leiki í 1.deildinni á þessu tímabili,Blikar hafa unnið báða sína sannfærandi,en Þórsarar hafa tapað báðum sínum með litlum mun.

Ég býst við hörkuleik á morgun(föstudag).Heimavöllur Þórs er mjög sterkur,ég þekki það nú spilaði með Þór tímabilið 2001/2002 og 2002/2003.Þetta gæti orðið erfiður leikur hjá mínum mönnum,Þórsarar hafa á að skipa fínu liði reyndar ekki mikil breitt hjá þeim,en þeir eru með gott byrjunarlið,ef mínir menn mæta tilbúnir og spila vel í 40.mínútur þá eiga þeir að vinna þennan leik með 10+.Áfram Breiðablik.

Mynd, www.karfan.is .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband